top of page

Jólasveinarnir okkar eru misjafnir eins og þeir eru margir. Bjúgnakrækir gleymir sér stundum á jólaböllum og þurfa bræður hans að passa að hann byrji ekki að háma í sig bjúgu svo hann geti haldið áfram að syngja. Kertasníkir talar ekki um neitt annað en hvað hann sakni gömlu kertanna á jólatrjánum. Askasleikir er nú frekar venjulegur og heldur bræðrum sínum á tánum, en askurinn er þó aldrei langt undan. En eitt eiga þeir nú sameiginlegt og það er að þeir dreifa alvöru jólagleði yfir landið.

Vantar þig jólasveina?

Gift Box_edited_edited.png
IMG_6211_edited.jpg
About

Um okkur

Jólasveinarnir hjá jólagleði eru opnir, hressir og skemmtilegir og til í hvað sem er. Þeir eru aðallega staðsettir á Akureyri og nágrenni en hver veit nema þeir birtist annars staðar á landinu einn daginn. Þessir kátu karlar eru spenntir að fá að kíkja í heimsókn til þín og dreifa út alvöru jólagleði.

Reindeer_edited.png
Services
jólatré.png

Jólabókanir

jólakúlla_edited.png
jólakúlla_edited.png
jólakúlla_edited_edited.png
jólakúlla.png

Vantar auka jólagleði í jólaboðið? Bókaðu okkur bræðurnar á staðinn og við mætum í alvöru jólastuði.

Það verður sungið og dansað og auðvitað er hægt að lauma einhverju í pokana okkar.

Jólaboð

Jólaball

Er alvöru jólaball í vændum en það vantar jólasveina til að fullkomna daginn?  Sendu okkur skilaboð og við sendum okkar bestu dans jólasveina.  Að sjálfsögðu mæta þeir einnig tilbúnir að bresta í söng og syngja sín uppáhalds jólalög.

Vinnustaðaheimsóknir

jólakúlla_edited.png

Langar þig að jólasveinn kíki í heimsókn til þín? Jólasveinarnir elska að kíkja í heimsókn og eru búnir að fá leyfi frá Grýlu að skjótast til byggða frá fyrsta í aðventu og til og með Þrettándanum. Þeir mæta í alvöru jólastuði og með pokann meðferðis     ef þess er óskað.

Jólaheimsóknir

Ert þú með hugmynd sem þig langar að athuga hvort að virki? Sendu okkur línu og við skoðum hvað við getum gert. Jólasveinarnir eru opnir og skemmtilegir og eru alltaf til í að prufa eitthvað nýtt.

Fá tilboð

Eru litlu jól á þínum vinnustað eða lítil jólaveisla? Jólasveinarnir eru alltaf klárir að kíkja á svæðið og keyra upp stuðið.

jólakúlla.png

Myndbandskveðjur

Vilji þið koma einhverjum fjölskyldumeðlim, vini eða kunningja á óvart með jólakveðju? Við reddum því. Jólasveinarnir eru alltaf að æfa sig meira og meira á nútímatækni og bjóða nú upp á myndbandskveðjur í alls konar útfærslum.

​Jólasveinarnir til byggða

jólaskór.png
jólaskór_edited.png
Gallery
Contact
Jolasveinarnir_koma_dagsetningar.jpg
bottom of page